Sunday 19 February 2012

Samtíningur


Já kæru blogglesarar! Það er er sko margt spennandi við það að búa í London. Lífið heldur sinn vanagang nema nú er farið að hlýna verulega. Í dag var tildæmis algert peysuveður sól og gott.  Helginni eyddi ég í Brigton hjá hinni yndisslegu elskulegu vinkonu minni Bryndísi og þetta var fyrsta flokks lúxus letihelgi með kúri og bíóferð og de hele. Við skoðuðum þó ekki mikið í þetta skipti en ég á eftir að heimsækja hana aftur og þá heimta ég að vakna snemma og skoða allt :) 


 
Í dag var svo konudagurinn og  fallegu, skemmtilegu, fyndnu og sætu stúlkunum og konunum í mínu lífi innilega til hamingju með daginn! Þó sérstaklega mömmu minni. Hinni yndislegu og frábæru. Sem ég væri ekki neitt án! Ég skypaði hana í dag en gleymdi að spyrja hvort hún hefði látið eitthvað verða úr því að færa ískápinn inn í stofu að veruleika. Ég vona ekki. Þar sem sófinn og ísskápurinn eiga enga samleið. 

Svo er bara spennandi vika framundan nýtt ræktarplan og nýjar væntingar. Sigrún kemur í heimsókn á miðvikudag og Bryndís kemur í bæinn á föstudaginn og ég held að hún verði í London alla helgina. Ég veit alveg að hún á lika heima í bæ en mér finnst mjög þægilegt að hugsa þetta eins og þegar fólk kemur utan að landi til Reykjavikur. Þá er fólk að koma í bæinn. Vona að þið takið þetta íslandsslangur mitt ekki illa.  Vinkona hennar frá Japan er að fara heimsækja hana og ég held að við séum að fara með hana eitthvað út á föstudagskvöldið. 

Svo er bolludagur, sprengidagur, öskudagur  framundan. Ekki það að ég efast um að það verði haldið upp á það hér en íslendinga núa mér örugglega upp úr þessu með ótal facebook-póstum um  hvað þeir hafi borðað margar bollur og hvað þeir hafi verið snöggir að því.  Verði ykkur bara að góðu! Ég fæ bara bollu á næsta ári :D Samt spurning hvort maður eigi að klæða sig upp á öskudaginn eða hvort ég yrði kjánaleg svoleiðis þegar ég myndi mæta með Rökkva á leikvöllinn.  Sjáum til hvernig það fer. 


Hvað fleira jú einmitt veðurspáin er eitthvað til að monta sig af!  Aldrei minna en 11° hiti alla næstu viku og  mestmegnis sól á morgun. Ekki leiðinlegt að búa í London get ég sagt ykkur.



Það eru nákvæmlega 40 dagar í að mamma komi í heimsókn og ég hlakka svo til!!! Hún ætlar að vera hjá mér í heila viku! Ég get ekki beðið eftir að fá hana í heimsókn! Ég trúi ekki að ég sé ekki búin að sjá hana í 35 daga, því það virðist vera svo miklu lengra síðan! En ég veit þetta verður enga stund að líða því að tíminn þýtur áfram hérna.  Alltaf nóg að gerast.

Þangað til næst!!!!
Diljá


No comments:

Post a Comment