Thursday 16 February 2012

ástríða eða skyldurækni?

Mikilmennskubrjálæði!
verða ekki allir að prufa það!

Blessað veri fólkið
ég fékk þörf til að blogga um eigin árangur eigin áhugamál og eigin hugsanir. Eru blogg ekki um það? Mann sjálfan?
NEma fólk sem bloggar um dýrin sín eða börnin sín...
en þá eru þau samt að blogga um það sem skiptir þau máli í lífinu... allavega þetta er útúrdúr.

ég tók þá ákvörðun fyrir tæpu ári. eða í mars í fyrra að mig langaði að breita um lífstíl. ég var óánægð með líkamann minn og útil mitt yfir höfuð þar sem ég var orðin vel bústin og með bumbu og undirhöku. Mér leið illa með sjálfa mig mér fannst líkaminn minn stór og fyrirferðamikill og hélt að skyndilausnir á borð við dekkra hár og enn svartri fataskáp myndu hafa einhver áhrif á þetta allt saman. En nei allt kom fyrir ekki og þá sá ég bara einn kost vænstan. Kaupa mér ræktarkort. þaðvar nú reyndar ákveðinn þrýstingur frá Dagnýju um að prufa að kíkja með sér í World Class einhverntímann, sem ég að lokum gerði. Og það get ég sagt ykkur að of getur lítil skriða velt þungu hlassi. Því þetta er ekki bara leiðinlegt kyrrsetuástand heldur líka óholt að vera óheilbrigður. Ég setti mér því markmið. Tók mælingar í ummáli og þyngd í hverjum mánuði og hélt dagbók um allt dralsið. Ég fékk þjálfara hjá world class til gera plan fyrir mig sem ég flyldi af samvisku og fékk uppdate nokkrum sinnum. Sem er alveg ókeypis og allir ættu því ða nýta sér það sem koma í World class sérstaklega ef þeir eru óöuggir eins og ég.

Harkan  kom mér í gegn um þetta tæpa ár og ég er miklu léttari, get hlaupið 5 km á 25 mínútum (sem er enn rugl erfitt samt, en áður gat ég kannski hlaupið samfleytt gegn um 2 lög á spilaranum), er sterkari og sneggri og líður svo vel og ég er langt frá því að vera hætt. ég er ennþá að berjast við þessu síðustu kíló til að verða ánægð með líkamann útlitslega og eftir það ætla ég bara halda áfram að bæta mig og strykja. Mig langar að læra nýjar æfingar, taka þyngri lóð og hlaupa enn hraðar.
það er ýmislegt sem hefur komið mér í gegn um þetta ferli. Bæði það að besta vinkona mín hún Emilía tók þátt í módel fitness síðasta Nóvember og var rugl heit á sviðinu. Hún er glæsileg fyrirmynd og ég þrái að ná jafn langt og hún. Önnur góð vinkona mín hún Andrea byrjaði að æfa Pole fitness og vá ertu að grínast hvað gellan er liðug.
Svo er ekkert meira kvetjandi en þegar fólk tekur eftir árangrinum manns of styður mann í eigin ákvörðunum. En segja bara æji þú mátt alveg fá þér hleypur þetta bara af þér heldur bara að segja góð ákvörðun að sleppa þessu :)

ég held að þó að saga mín innihaldi ekki brjálaðar skyndilausnir að sixpakki eða órofna sögu þess að hætta borða sykur (því ég er gotteríisgrís og langar stöðugt í eitthvað að borða) er samt gott að vita að venjulegt fólk getur tekið sig á líka til ða lifa betra lífi. Ekki bara stjörnurnar. Þetta er allt undir manni sjálfum komið hvort mann langar og hversu mikið.

Allavega hef ég komist að því að ef ég elskaði ekki ræktina (hvort sem það er World Class eða Fitness First) væri ég að þessu. Þá væri ég ennþá að borða allt það súkkulaði sem mig langaði í og ekki rassgat að hreyfa mig og ennþá að klóra mér í hausnum yfir því að komast ekki í hálfan fataskápinn minn. 

Allavega held ég að þó að ég finni mig svona vel í ræktinni þurfa ekki allir að gera það. Það er ekkert fyrir alla og það er það sem er svo dásamlegt við íþróttir þær eru svoooo fjölbreittar. ég vil alls ekkert að fólk sé að koma í ræktina ef það ætlar ekki að nota kortið og hefur engann áhuga á vera þar. Eins og á öllum öðrum sviðum snýst hreyfing um að finna eitthvað við sitt hæfi :)

kemur betra ræktarlaust blogg næst... lofa



þessi mynd var tekin 2. feb 2011
og þessi tekin 6. feb 2012 (ást á nýja mottóið mitt þarna)



3 comments:

  1. heita gellan mín.. hlakka til að hitta þig þegar þú ert orðin næstum því jafnheit og ég.. bannað að verða heitari :P þá verð ég bara abbó.. nei grín.. ég er ógeðslega stolt af þér.. en hvað stendur eiginlega á bolnum þínum? hlakka til að tala við þig næst.. sakna þín ógurlega

    ReplyDelete
  2. helduru að ég þekkji ekki skriffinnskuna þína dúllan mín! þurftir ekkert að merkja þetta! :D
    ég verð ekkert heitari en þú!

    ReplyDelete