Thursday 9 February 2012

Mánuður í gær

HÆjj! :D

í gær nákvæmlega er mánuður síðan ég kom full efa, kvíða og vantrúar á sjálfri mér til London. Ég var handviss um að ég kynni ekki á börn og ég myndi aldrei aldrei falla í kramið hérna.Gefast upp og hlaupa heima skælandi með skottið á milli lappana. En viti menn: EF maður reynir ekkert nýtt lærir maður ekkert nýtt stóð fyrir sínu! Við Rökkvi erum miklir vinir í dag, við deilum áhuga á mat, svefni og múmínálfum og erum bæði mikil kúrudýr. Við förum mikið út að leika og stundum sullum við í skólanum. Við erum saman alla virka daga frá 9-5 og leikum mikið úti enda þrír frábærir rólóar í grendinni. Hann hefur mikinn áhuga á barnaefni og ég prufa stundum að sýna honum klippur á youtube úr teiknimyndum sem mér fynnst skemmtilegar og tel að þar með sé ég að stuðla að fallegri barnæsku og betra uppeldi (bjartsýna pían!)

 Rökkvi að horfa á dispicable me (eða sko stuttmyndina banana) í minni tölvu! vel séð! enda yndisleg teiknimynd :D
 
Eftir að ég komst yfir handklæðaleysið í Fitness first hef ég orðið ástfanginn af staðnum. Starfsfólkið er skemmtilegt og farin að þekkja mig í móttökunni og maður er stundum að sjá sama fólkið aftur að lyfta og hlaupa. Ég elska æfingar og hlakka stundum til allan daginn að komast á kvöldin. Ekki spillir að ég er komin með ræktarbuddý, hana Maríu. Hún er búin að vera í tvær vikur og hún er svo metnaðarfull að ég er orðin hrædd um að hún verði sterkari og betri en ég á ógnarstuttum tíma.
:O
Þangað til næst!

- Diljá í ævintýraleit!


Snjórinn sem kom óboðinn síðasta laugardag!


No comments:

Post a Comment