Monday 1 October 2012

Bros! :D

Sælir

Þetta blogg hefur legið í dvala enda nenni ég voða lítið að blogga.

Ég ætla samt að nota þetta mér til hvatningar í því að taka sjálfa mig í gegn um taka þátt í þessum blessaða meistaramánuði sem tröllríður facebookinu mínu ásamt umræðunni um hinn vaska Gunnar Nelson. Sem virðist hafa unnið hug og hjörtu allra á mínu facebook-i.
Þessi meistaramánuður er spennanid og ég ætla ekki ða láta mig vanta!!! :D +

Málið er að ég búin að vera slaka mikið á tauginni hvað varðar góða hreyfingu og reglubundið gott mataræði og hef bætt á mig umfram það sem ég kæri mig um.
Svo meistaramánuður er ágætis afsökun til að sparka í minn feita rass og gera eitthvað almeninlegt í málunum! :D

Ég hef komist að því að því einfaldrari og skírari sem markmiðin eru þeim mun auðveldara er að flygja þeim.
hér eru auðveldu hlutirnir sem ég ætla að bæta mig í:


1# Kaffidrykkjan! Ég elska kaffi! sérstaklega latte! Þó koffín er ágætt fyrir brennsluna getur það í miklu magni getur valdið vökvaskorti og aukið sætindaþörf. því ætla ég að miða við ekki fleiri en tvo bolla á dag. þar sem ég get auðveldlega farið upp í 4-5 bolla á dag.

2# Vatn... Vatn er besti svaladrykkurinn! ég drekk ekki nóg afþví. Ætla að drekka minnst 6 glös á dag plús hálfan líter í ræktinni!

3# SVefn! ég sef ekki nógu mikið! það er bitna á mér. ég er oft ekki nógu orkumikil. Einbeitningin stundum léleg. Og svo verð ég svöng þegar ég á að vera farin í rúmið og borða eittthvern óþarfa. og Svef ofan á allt verr því að meltningin er á skrilljón....  Svo ég hef ákveðið að vera ekki komin í ból seinna en 23:30 á virkum dögum og tilbúin að sofa!


4# skammtastærðir. ég á það til að gúffa ef ég er svöng og borða allt of mikið. Stundum ég það meira segja til að borða þegar mér leiðist. það sem ég ætla að vinna í er að skipuleggja daginn minn, taka nesti í skólann eða vera búið að ákveða hvða ég kaupi í hámu áður en ég mæti til ða koma í veg fyrir óþarfi kleinukaup og almennt gúff!

5# nýtt ræktarplan! ég fékk nýtt ræktarplan hjá dásamlegum þjálfara og ég er ofsa spennt að fara á fullt með það. Tek mikið af brennslu og þoli og lyftingaæfignar allt í bland. Þrælerfitt!



6# Skólinn! Skipulag! Já ég veit ég er ekki besti námsmaðurinn. En jafnframt því að færa inn matardagbók dagsins, hreyfingu dagsins ætla ég að halda plan yfir vinnustundir dagsins. Þá næ ég betri yfirsýn yfir hvað ég læri mikið og hvenær. planheldni er lykilinn að velgengi!

7# Brosa! Bros kætir, Bros bætir, bros hjálpar okkur að takast á við daginn framundan! ég ætla ekki ða hætta að brosa! Væla minna, brosa meira! :)

8# Þakklæti! Minna sjálfa mig á að hvað ég á það gott. ÉG á vini og fjölskyldu sem elska mig. Ég er í skóla og tveimur vinnum. Ég á mat og hús og hlýtt rúm og lífið er dásamlegt! Ég ætla að hætta væla yfir sjálfsköpuðum vandamálum (eins og aukafitu og of miklum heimanámi!) Við verðum að hafa fyrir einhverju í lífinu!!! og þá komum við aftur inn á brosið :)

9# Bloggið! ég ætla ða halda þessu bloggi út í heilan mánuð (jáhh það er sko mikið) og setja reglulega inn færslur (minnst vikulega), svona til að uppdate-a um hvernig þetta gengur allt saman.

Lífið verðlaunar þá sem gefast aldrei upp!

Þangað til næst! :D



Thursday 15 March 2012

Hvaða hvaða


Hæ fólk
 
ég bara nenni ekki að blogga. þetta er rosalegt. 

hér í London er lífið allt með kyrrum kjörum. Sólin skín og vorið er komið. Maður finnur það og sér. Fólk er léttklæddara og glaðara og veðrið er svo notalegt. Eins og þið sjáið erum blómin komin á runnana í Finsbury en þetta var tekið núna 12. mars :) 

 
 
nú er afmælisvikan mikla hálfnuð og margt spennadi búin að gerast.  Magnea eyddi þriðjudeginum í París að rifja upp æskuævintýr og finna innri sálarró. Í dag á hún svo afmæli og við byrjuðum daginn á því að við Sigríður tókum vel æfðan afmælissöng og gáfum henni gjafir og sykurpúða og súkkulaði með morgunkaffinu. Í dag kemur svo systir hennar og maðurinn hennar svo það verður þröngt á þingi. Á laugardaginn á María krúttsprengja afmæli og þá er líka saints partricks day .  Á sunnudaginn á svo litli kútur afmæli þó að veislan verði ekki fyrr en eftir viku. Það er því mikill spenningur hér í húsinu og hið ljúfa líf í flutningi  Flosa glimur upp um alla veggi daginn út og inn. Annars er litli kútur smá lasin en það er ekkert alvarlegt og eitthvað sem hann verður búinn að ná úr sér fyrir stóra daginn! þýðir nokkuð annað. 
 
 
svo kemur Bryndís sæta barn í bæinn um helgina og eyðir vikunni hjá Ósk. Ég er ýkt spennt að fá hana krúttið mitt eina í heimsókn! :) 
 
 
Þannig að þetta er heljarinnar afmælistörn og í nógu að stússast kring um það. Nú svo eru 15 dagar í ástkæra mömmu mína og ég get ekki beðið :) 


en annars hef ég ekki margt að segja. 

ég er svo lélegur bloggari..... FINNST MYNDIR MIKLU SKEMMTILEGRI! :)
 
 

þangað til næst! 

Diljá