Wednesday 29 February 2012

30 dagar og 3 mílur


Jæja í dag voru frekar ómerkileg tímamót í lífi mínu. Í síðustu viku ákvað ég að taka þátt í míní þríþraut í ræktinni og í dag lét ég verða af því. Ekki það mér hafi gegnið vel en ég hjólaði mílu, réri mílu og hljóp mílu og var bara helvíti ánægð með að klára þetta og svo styrkti ég gott málefni svo allir vinna. Þó ekki nema um eitt pund og ég hafi ekki alveg nennt að lesa hvað málefnið var...
 Og ef svo ólíklega vill til að ég skildi vinna þá fæ ég frían mánuð í ræktinni og 2 vikur fyrir vin.  Svo allir vinna! :D 
 
Áður fyrr veit ég að ég hefði aldrei tekið þátt í einhverju svona. En ég strengi ekki áramótaheiti svo þetta er ekki áramótaheiti en eftir að ég kom til London ákvað ég að vera eins opin fyrir hlutum sem ég hef ekki prófað áður eins og ég gæti. Til dæmis taka þátt í íþróttakeppni, borða skrítinn mat og svo framvegis. Það er gengur líka bara svona ljómandi vel. 

Jæja hvað ég get sagt meira. Jú annars eru dagarnir bara rólegir. Klikkað veður hérna síðustu helgi sól og gaman bara. Fór á djammið með Sigrúnu Hitti Snæbjörn frænda og Villa. Það var hellings fjör alveg. Veit ekkert hvað ég á að tala um nema að mér finnst dagarnir fljúga áfram hérna. Það er allt í einu að koma helgi aftur og mamma kemur eftir 30. Daga. Mars bara kominn!! Hlakka svo til að hitta hana. Verð að fara skoða hlaupaleiðirnar hérna svo hún stingi mig ekki bara af. Hún er svo mikil hlaupadrottning dáist að henni. 
 
Þangað til næst!
Londonbúinn