Thursday 15 March 2012

Hvaða hvaða


Hæ fólk
 
ég bara nenni ekki að blogga. þetta er rosalegt. 

hér í London er lífið allt með kyrrum kjörum. Sólin skín og vorið er komið. Maður finnur það og sér. Fólk er léttklæddara og glaðara og veðrið er svo notalegt. Eins og þið sjáið erum blómin komin á runnana í Finsbury en þetta var tekið núna 12. mars :) 

 
 
nú er afmælisvikan mikla hálfnuð og margt spennadi búin að gerast.  Magnea eyddi þriðjudeginum í París að rifja upp æskuævintýr og finna innri sálarró. Í dag á hún svo afmæli og við byrjuðum daginn á því að við Sigríður tókum vel æfðan afmælissöng og gáfum henni gjafir og sykurpúða og súkkulaði með morgunkaffinu. Í dag kemur svo systir hennar og maðurinn hennar svo það verður þröngt á þingi. Á laugardaginn á María krúttsprengja afmæli og þá er líka saints partricks day .  Á sunnudaginn á svo litli kútur afmæli þó að veislan verði ekki fyrr en eftir viku. Það er því mikill spenningur hér í húsinu og hið ljúfa líf í flutningi  Flosa glimur upp um alla veggi daginn út og inn. Annars er litli kútur smá lasin en það er ekkert alvarlegt og eitthvað sem hann verður búinn að ná úr sér fyrir stóra daginn! þýðir nokkuð annað. 
 
 
svo kemur Bryndís sæta barn í bæinn um helgina og eyðir vikunni hjá Ósk. Ég er ýkt spennt að fá hana krúttið mitt eina í heimsókn! :) 
 
 
Þannig að þetta er heljarinnar afmælistörn og í nógu að stússast kring um það. Nú svo eru 15 dagar í ástkæra mömmu mína og ég get ekki beðið :) 


en annars hef ég ekki margt að segja. 

ég er svo lélegur bloggari..... FINNST MYNDIR MIKLU SKEMMTILEGRI! :)
 
 

þangað til næst! 

Diljá
 
 

No comments:

Post a Comment